Þríþrautarfélagið

Við ætlum að halda aðalfund og uppskeruhátið í Þríþrautarfélagi Reykjavíkur laugardaginn 1.des.  Héldum svona uppskeruhátið í fyrra og var mjög gaman.  Þá voru Bibba og Ásgeir útnefnd þríþrautarfólk ársins - spurning hverjum hlotnast sá heiður í ár...
Núna verður líka í fyrsta sinn haldinn formlegur aðalfundur, og þar með stjórnarkjör.
En ég hef ákveðið að hætta sem formaður félagsins og taka mér pásu frá öllum félagsstörfum næsta árið amk.  Ætla að nota tímann til að endurhlaða þau batterí og þarf líka aðeins að finna aftur ánægjuna og gleðina við íþróttastússið, hef ekki haft jafn gaman af þessu undanfarið ár eins og áður.

Annars er það ljúfsár tilfinning að sleppa höndunum af stjórn og rekstri Þríþrautarfélagsins, ekki ólíkt því þegar dóttirin fór fyrst á leikskólann ;)  Nú þarf maður að treysta öðru fólki fyrir "barninu" sínu.  En ég er töluvert stoltur yfir þessu félagi og hverju við höfum áorkað á undanförnum 3 árum (þó það sé fullt af verkefnum og draumum eftir enn).  Árið 2004 (áður en við stofnuðum félagið) var mér vitanlega haldin 1 þríþraut á höfuðborgarsvæðinu, og það var lítil sprettþraut hjá KR í september.  Frá stofnun ÞríR höfum við haldið tvíþraut 7 sinnum, 9 þríþrautir (frá sprett vegalengd og upp í 1/2 Ironman), og nokkrar hjólreiðakeppnir.  Þá höfum við átt þátt í að fjölga þátttakendum í þeim 2 þríþrautum sem reglulega eru haldnar úti á landi, Vasaþrautinni á Ísafirði og Húsavíkurþrautinni fyrir norðan.  Og svo hafa félagsmenn verið duglegir við að fara erlendis að keppa í ýmsum vegalengdum, og lítur út fyrir að hátt í 10 manns fari í heilan Ironman erlendis á næsta ári!
Ekki á ég nú heiðurinn af þessu einn, en ég er samt mjög stoltur af að hugmynd sem ég fékk eftir spjall í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni eftir KR-þrautina 2004 hafi undið svona upp á sig Smile

En nú er stefnan sett á að koma sér í einhvers konar keppnisform á nýjan leik.
Axlirnar í stanslausum æfingum hjá sjúkraþjálfara, kvefið á undanhaldi eftir sýklalyfjameðferð, og æfingar að týnast inn hægt og rólega.
Á mánudaginn var það létt skokk í hádeginu og smá lyftingar, og síðan smá busl í lauginni um kvöldið.
Í gær var það 4x800m á brettinu (úff, erfitt að fara aftur upp í alvöru púlstölur eftir langa pásu!).
Í dag verður það smá busl í lauginni í hádeginu og síðan létt skokk í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo koma kannski Dúkkulízu þrautir líka eða?

Sigrún Dúkkulíza (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 22:05

2 identicon

Letingi

Ásta (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jens Viktor
Jens Viktor
hleypur, syndir og hjólar...

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Síður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband