Ég hljóp!!!

Vatnsmýrarhlaupið í gærkv.  5km á 20:28, sem væri alveg nóg til að gera mig sáttan miðað við efni og aðstæður, en það sem gerir mig þó miklu meira en sáttan, og í raun alveg hoppandi kátan og montinn er að ég var á undan Bjarka greyinu :)  (í fyrsta sinn síðan sögur hófust)

En annars nenni ég ekki að skrifa enn eina færsluna um að nú sé ég loksins kominn af stað aftur með æfingar.
Ætla í staðinn að skrifa um veðrið sem er búið að vera alveg ótrúlega gott í sumar, megi gróðurhúsaáhrifin lengi lifa! :)  Nú vantar bara fleiri sumarfrísdaga og/eða styttri vinnuviku til að njóta þess betur og meira.

Alltof lítið búið að vera um útilegur og ferðalög innanlands á mínu fólki í sumar, en þeim mun meira dúllað sér heima við þegar frítími býður upp á, en eitthvað stendur þetta til bóta í ágúst, amk ein ferð vestur á Barðaströnd á stefnuskránni (sem er um leið lögleg afsökun frá Rvk-maraþoninu :p).

Hjólreiðar og sund á stefnuskránni næstu dagana, vona að veðurspáin haldist (amk að það verði þokkalega þurrt).
Svo er það stóra spurningin:  Húsavíkurþríþraut eða 3daga hjólreiðakeppni eftir viku???
Með hverju mælir fólk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jens Viktor
Jens Viktor
hleypur, syndir og hjólar...

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Síður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband