Þríþraut

Hetja hættir! 

Fékk nýjasta Triathlon blaðið í gær.  Aðalefnið er kveðjugrein um eina af hetjum þríþrautarinnar undanfarin 10 árin, Peter Reid frá Canada, sem var sem sagt að tilkynna sitt retirement nýlega.

Þessi náungi hefur alla tíð verið þekktur fyrir ótrúlegt æfingamagn og hreinlega masókisma á því sviði.  En það hefur líka skilað honum árangri, einungis tveir menn hafa unnið fleiri Hawaii-Ironman titla (Dave Scott og Mark Allen), og samkeppnin hefur harðnað mikið síðan þeir tveir voru að vinna sína titla.  Scott og Allen unnu hvor 6 sinnum, en Reid vann 4 sinnum.

Sem dæmi um sitt klikkaða æfingamagn birtir Reid í þessu viðtali æfingar sínar vikur 6-3 fyrir Hawaii, en vikur 3-0 fara síðan í hvíld, ferðalög og lokaundirbúning fyrir keppnina sjálfa.  Hann kallar þetta "Going Big" og í heildina er þetta vikumagnið: 
sund 6klst, hjól 19klst, hlaup 10klst !!! 
Og þetta er að mestu á háu álagi enda final tune-up fyrir erfiðustu keppni í heimi.

Hann talar einnig um það hvernig hann byrjaði í þríþraut, en hann var búinn að stunda hjólreiðar í nokkur ár þar á undan, og það sem heillaði hann var hvað andrúmsloftið var afslappað í þríþrautinni samanborið við hjólreiðakeppnir, fólk hafði meira gaman og var vingjarnlegra (einhverjir kannast við þetta hérna heima líka).  Eftirfarandi setningar verða bara að fá að njóta sín á enskunni:
"Cyclists are hard core.  They hate you before the race and want to kill you after."  

Sem hjólreiðamaður veit ég ekki hvort ég á að brosa stolltur eða skammast mín :)  


Höfundur

Jens Viktor
Jens Viktor
hleypur, syndir og hjólar...

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Síður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband