Færsluflokkur: Dægurmál

Á lífi á ný!

Loksins laus við þessa leiðindaflensu.  Var ekki í miklu stuði til að blogga á meðan.

Fyrsta æfing í rúma viku í gær, 13km Fossvogur á rólegu og jöfnu pace-i.  Lungun voru ekki æst í meiri átök en að öðru leyti var allt í fínu lagi.
Nú er bara að halda áfram þar sem frá var horfið.  Þessi vika átti hvort eð er að vera róleg hvíldarvika, þannig að flensan hefur nú ekki rústað neinum plönum hjá mér.  En nú fer gamanið að bresta á, stigvaxandi æfingamagn næstum stanslaust fram að maraþoni, og nokkrar skemmtilegar keppnir inn á milli. 
Fyrst er það Powerade næsta fimmtudag, síðan hálft í Mars-maraþoni...
Vorin eru skemmtilegur tími!


Recovery eða flensa?

Engar æfingar í dag, búinn að vera hóstandi og hálfaumingjalegur í allan dag.
Fór bara í heitapottinn í hádeginu og reyndi að vera góður við lappirnar.
Dóttirin líka veik þannig að kvöldið hefur farið í að hjúkra henni greyinu.

Vonandi verður ekkert úr þessari flensu þannig að maður geti verið með í þríþrautinni annaðkvöld, ef ekki þá amk þannig að maður geti æft sæmilega um helgina.

Alveg frábært þetta fólk sem maður kynnist í kringum sportið, það eru búin að streyma inn tilboðin um aðstoð við keppnina á morgun, auk skráninga.  Á svona dögum er bara gaman! Smile
Takk öll sömul!


2x hlaup

Hefðbundið hádegishlaup var á dagskránni sem þýddi 6x800m hratt.  Af einskærri þrjósku fór ég síðan aftur á brettið um kvöldið og tók það sem á að vera góð maraþonæfing, 60-90mín á jöfnum hraða, ca 10% hægar en væntanlegur maraþonhraði.
Note to self:  Ekki aftur tvær erfiðar æfingar á bretti sama daginn! Crying
Vissi svo sem að þetta yrði erfitt eftir hádegissprettina, en mikið rosalega var brettið orðið boooring eftir ca 500m.
En... nú verður uppröðun æfinga breytt þannig að maður geti mætt ferskari á þessa æfingu, og þá verður sko tekið á því Smile

Æfingar dagsins:
9,5km hádegishlaup (6x800-1000m á 3:43->3:30 pace)
15km kvöldæfing (2km upphitun og síðan 13km á 4:40->4:35pace, m/0,5 halla)

Svo er það stóra spurningin: 
Eru særindin í hálsinum í morgun (og hóstinn) afleiðing af hlaupunum í gær, eða flensa í aðsigi?


Hefðbundinn mánudagur

Ljúfur mánudagur, nokkrar bollur (aðallega fiskibollur) borðaðar, frekar léttar æfingar og unnið eitthvað smávegis þar á milli.  Þreyta og harðsperrur eftir helgina á hröðu undanhaldi.  Ekkert nema sjúklingar í kringum mig undanfarið, vona að ég sleppi sjálfur við þessa flensu.  Fátt sem mér leiðist meira en að vera veikur, það kemur bæði niður á æfingum og gerir mig geðvondann.

Nú er stefnt á að æfa vel á morgun og miðvikudag, og svo er þríþraut á fimmtudagskvöldið.  Það ættu að verða góð átök, von á sterkum keppendum bæði í karla- og kvennaflokki.

Æfingar dagsins:
10km (recovery) hádegishlaup með mánudagsklíkunni
1700m sundæfing núna í kvöld.  (1500m á 29:45 og 50m á 36s)


Góð hlaupavika að baki

Í morgun hljóðaði prógrammið upp á spinning-æfingu með smá brick (hjól+hlaup).  Við byrjuðum á því að hjóla í klukkutíma og fórum síðan á hlaupabrettin í 15mín áður en við rúlluðum niður með 10mín á hjólunum.  Góð mæting á æfinguna og mér sýndusta allir vera að taka vel á því.
Ég sjálfur var sprækari á hjólinu en ég átti von á eftir hlaupin í gær, en það entist ekki nema rúmar 10mín á hlaupabrettinu, þá var ég sprunginn.  En það var allt í lagi, náði fínni 90mín æfingu og sit núna sæll og glaður með smá harðsperrur í lærunum :)

Æfingar vikunnar hljóðuðu semsagt upp á:
Sund: 1500m, Hjól: 55km, Hlaup: 72km, Samtals: 9:30klst

13 vikur í Køben-maraþon og ég er mjög bjartsýnn.  Ef ég næ að halda þessum stíganda í æfingum og formi (og slepp við meiðsli) þá verður bara gaman 20.maí :)


Frábær löööng æfing

Fór frábæra langa hlaupaæfingu í morgun.  Fyrstu 10km á rétt rúmlega 5mín tempói í fylgd Def Leppard og Guns ´n Roses og síðan 22km í ennþá betri félagsskap Baldurs, en það þýddi líka 4:50 meðaltempó!

Svo maður noti setningu frá Bigga Sævars (http://biggisae.blogspot.com/) þá voru þetta úrvals 32km í bankann fyrir Köben :)


Maraþon í Køben og æfingar

Jæja, þá er maður búinn að skrá sig í sína fyrstu alvöru keppni á erlendri grund - Kaupmannarhafnarmaraþon Glitnis 20.maí nk.  (mér fannst ss. öruggast að fara á kunnuglegar slóðir svona í fyrsta skiptið Wink)
Ég verð að viðurkenna að ég hlakka töluvert til.  Markmiðið er auðvitað að bæta tímann frá því síðast (3:22) og í raun að komast undir 3:10 (3:07 hljómar vel Grin).

Tilgangurinn með þessu bloggi var víst að beita því sem aðhaldstóli og því ætla ég að blogga aðeins um bæði æfingamagn og einstakar skemmtilegar æfingar.  Og kannski (ef ég man) eitthvað af þeim skrýtnu og skemmtilegu pælingum sem upp koma þegar maður er kominn upp fyrir 10km á hlaupaæfingu, eða tuttugustuogeitthvað ferðina yfir sundlaugina, eða búinn að sitja nógu lengi á hjólinu til að maður sé farinn að gleyma aumum afturenda ;)

Þ.a.l. hér fyrsta færslan um æfingamagn:
Frá áramótum er ég búinn að: synda 15km, hjóla 475km og hlaupa 327km, á samtals rétt tæplega 60klst. 
Meðalvikan hljóðar upp á 9 æfingar, rétt rúmlega 9klst, 2100m sund, 68km hjól og 47km hlaup.
Magnið (og gæðin vonandi líka) hefur verið á rólegri uppleið og síðasta vika var sú stærsta hingað til:  10,5klst (10 æfingar), 4200m sund, 75km hjól og 62km hlaup.
Magnið í janúar kom mér í raun á óvart og var meira en flesta mánuði á undanförnum árum:
43,5klst, 9,3km sund, 380km hjól og 228km hlaup.
Samt fannst mér ég ekki vera að gera neitt ofurmannlegt og leið bara helv... vel (kannski þetta breytta mataræði sé að virka Smile).

 


Hjemme igen

Kom heim frá Sverige í gær, gott að vera kominn heim.  Var ótrúlega lýjandi ferð, en þó gaman.

Nú er bara að drusla sér af stað aftur með æfingar, verst að það er allt í jafn lélegu standi, hlaupin-sundið-hjólið og restin.  ...en stefni samt á 1500m hjá Blikunum á Þorláksmessu!

Nú á lóðin á Skaganum að vera "afhent", þ.e. við ættum tæknilega séð að geta byrjað.  Þurfum að drífa okkur að fá teikningarnar samþykktar og síðan finna verktaka í lóðarvinnuna...

Liverpool að bursta Charlton í dag, stundum er fótbolti skemmtilegur :)


Svíaríki

Er staddur í Svíþjóð núna.  Kom hingað í gær til að fara á ráðstefnu hjá Ericsson um framtíð símkerfa þeirra.  Aftur heim á föstudag. 
Gistum á þessu fína hóteli í miðbænum, recommended by Ericsson, þar er m.a. að finna ísbar í boði Absolut vodka, sem norræni hópurinn (4 íslendingar, 2 færeyjingar og einn einmana dani) þurfti auðvitað að prófa í kvöld.  Fyndið að standa í silfruðum kuldagalla í 5 stiga frosti í klakahöll og drekka vodka ;)

 


Er þá ekki best

að halda áfram ;)

Fór í morgun og hljóp 6,5km frekar rólega, prófaði aðeins væntanlegt maraþon-pace, bæði hægari og hraðari möguleikann.  Leið bara vel og fann ekkert fyrir því að hafa hlaupið 5km keppnishlaup í gærkvöldi.  En mikið er hraðara pace-ið meira freistandi, verð að prófa þetta betur á morgun og á mánudaginn.  Ef maður hvílir og endurnærir skrokkinn vel á næstu tveim vikum þá ætti þetta ekki að vera stórmál :)

Gleymdi að minnast á Bjarka í gær.  Bjarki er minn höfuðandstæðingur í hlaupum, en hann mætir þó sjaldnast í meira en eitt hlaup á ári, og æfir ekki mikið meira en það heldur.  Í gærkvöldi hélt ég að ég hefði komist niður fyrir hans besta tíma í 5km (og laug því að honum strax eftir hlaupið), en komst síðan að því að hann á enn aðeins betri tíma en ég (19:07 á Selfossi fyrir 9 árum síðan!).  Málið með okkur Bjarka er það að við erum aldagamlir vinir, en þolum ekki að tapa fyrir hvor öðrum, allt í lagi að tapa fyrir flestum öðrum, en ekki Bjarka.  Við höfum keppt í hinu og þessu, en einkum hlaupum og skvassi, yfirleitt vinn ég hann í skvassi en hann er mun betri hlaupari en ég.  En það er þeim mun skemmtilegra að keppa við hann í hlaupum, þar sem hann gefur aldrei neitt eftir og myndi frekar drepast á marklínunni en tapa fyrir mér.  Nú er hann búinn að lofa mér að mæta í 10km í Geðhlaupinu í byrjun október (og er örugglega byrjaður að æfa), það verður skemmtilegt showdown :)  Bjarki var by-the-way fyrstur til að stinga upp á því við mig að hlaupa Laugaveginn, strax fyrsta árið sem það hlaup var haldið.  "Bjarki - ég er búinn, hvenær ætlar þú?"

20+km í fyrramálið, svo fer maður að slaka á fyrir þonið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jens Viktor
Jens Viktor
hleypur, syndir og hjólar...

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Síður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband