2.1.2009 | 21:53
Ársuppgjör og fögur fyrirheit
Það er góð hefð og hollt að nota tímann um áramót til að gera smá uppgjör á sjálfum sér og stilla kúrsinn af fyrir bæði nánustu og fjarlægari framtíð.
Árið 2008 var það viðburðamesta sem ég hef upplifað og verður í minnsta lagi lærdómsríkt þó það skilji ekki eingöngu eftir góðar minningar.
Stóra markmiðið fyrir 2009 verður að ná meiri ró og fókus á það sem virkilega skiptir máli: fjölskylda, vinir og góð heilsa.
Talandi um góða heilsu þá hafa undanfarnir mánuðir gefið mér góðan grunn fyrir árið 2009 því æfingar hafa gengið betur en í mjög langan tíma og líkaminn mögulega sterkari en nokkru sinni fyrr.
Síðasta ár byrjaði illa eftir ítrekuð og leiðigjörn veikindi og meiðsli haustið 2007, enda náði ég engum takti í æfingum eða keppni fyrr en eftir mitt sumar. Eftir að hafa náð sæmilegum bata á axlarmeiðslum í vor, þá tók önnur hásinin upp á því í maí að kvarta meir en vanalega og hlaupaæfingar því skrykkjóttar mest allt sumarið. Til að ná mér þó í eitthvert form og lappa aðeins upp á æfingagleðina um leið ákvað ég að nýta frábært veður í júlí og ágúst til að hjóla eins mikið og ég gat og hélt því reyndar áfram fram í september. Tók líka þátt í nokkrum hjólreiðakeppnum á þessu tímabili sem er alltaf jafn gaman, þó árangurinn hafi ekki verið mikill.
Í september byrjaði ég síðan að auka hlaupin aftur, reyndi að fara varlega til að hlífa hásininni og gat aukið magnið og gæðin hægt og rólega. Við starfsmissinn í byrjun október kom smá andlegt bakslag þannig að æfingar urðu ekki jafn markvissar um tíma (og sjaldnast skráðar í dagbók) en síðan varð fókusinn enn meiri en áður. Auk þess sem ég fann í byrjun nóvember að formið var að komast á mjög gott skrið, sem hvetur mann alltaf áfram.
Íþróttaárinu 2008 lauk síðan á besta hugsanlega máta með persónulegri bætingu í 10km í Gamlárshlaupinu (39:35 og 35.sæti) og þar með eitt af markmiðum 2009 þegar náð.
Árangur í öðrum keppnum er ekki þess virði að telja upp, en hér eru ca tölur yfir æfingamagnið (eitthvað vantar inn í þessar tölur þar sem ég skráði ekki allar æfingar, en þetta er þó nærri lagi):
Sund: 20km
Hjól: 1500km
Hlaup: 1600km
Stór breyting hjá mér núna í haust er síðan að ég geng að meðaltali 1klst á dag eftir að við fjölskyldan fengum okkur hund, sem ég held að hafi styrkt mig töluvert, og eins hef ég aukið styrktaræfingar töluvert núna í haust og reiknast til að ég noti ca 3klst í það í hverri viku.
Fyrir árið 2009 hef ég sett mér þau markmið að bæta hlaupatímana í öllum helstu vegalengdum, ná einu góðu maraþoni (og þar með bætingu þar) og mæta sterkur til leiks í Laugavegshlaupið. Að auki ætla ég að koma hjóla- og sundforminu aftur á það level sem ég áður hef best verið, og helst aðeins betur en það. Það þýðir t.d. 1500m sund á 25mín og að ég geti verið samkeppnisfær í helstu hjólreiðakeppnum.
Lykillinn að þessu er auðvitað að ná góðum takti í æfingaástundun, æfa þétt og markvisst og hugsa um leið vel um skrokkinn og halda honum meiðslafríum.
En með skýrum markmiðum kemur fókus og þá leiðir hitt af sjálfu sér :)
Skál fyrir 2009, megi það verða skárra en 2008
Tenglar
Sportið
Bloggarar
Bloggvinir
Færsluflokkar
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Athugasemdir
Þarna hittirðu naglann á höfuðið. Heilsa er aðalmálið. Svo sýnist mér markmiðin vera mjög metnaðarfull. Megirðu ná þeim öllum það er svo gaman að vera í góðu formi.
Jóhanna (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 14:40
Gott uppgjör og góð fyrirheit. Svo er bara að leyfa lesendum að fylgjast með framvindunni.
kv. Kári
Kári Steinar Karlsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 14:48
Glæsileg markmið en vá, ertu líka að ganga í klukkutíma á dag? Fær voffinn ekkert að hlaupa með þér?
Ásta (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.