18.8.2008 | 15:14
Upward swing
Í dag er 231. dagur ársins og vika nr. 34 að hefjast.
Skv. Hlaupadagbókinni er ég búinn að hlaupa 646km á árinu, hjóla 1255km og synda 5,9km!
(það er mesta furða að ég sé enn syndur )
Þetta segir meira en mörg orð um mína æfingaástundun undanfarið ár.
En allt er þetta á réttri leið, júlí var stærsti æfingamánuður ársins og ágúst verður enn stærri, og engin fyrirsjáanleg ástæða til að haustið eigi ekki að geta verið þokkalegt líka.
Aðalmarkmiðið er þó ekki magnið, heldur bara að halda sér við efnið og ekki detta enn einu sinni úr gír.
Því eins og maðurinn sagði "Besta leiðin til að halda sér í formi er að fara aldrei úr því".
Keppti í hjólreiðum (Landskeppni, Ísland-Færeyjar) alla helgina, get ekki sagt að ég hafi verið góður, en náði þó að klára alla leggina og aldrei síðastur ;)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.