11.6.2008 | 17:25
Life is good!
Mér fannst allt í einu vera kominn tími til að setja inn eina færslu. Það er víst orðið dálítið langt síðan síðast.
En lífið er semsagt nokkuð gott :)
Við fjölskyldan færðum okkur aðeins ofar í Breiðholtinu fyrir nokkrum vikum og búum núna í Fljótaseli 27. Þetta var nokkuð stíf törn í ca 2 mánuði, bæði að "pakka niður-flytja-pakka upp" og líka að undirbúa nýja heimilið fyrir innflutning, en þar þurfti aðeins að taka ýmislegt í gegn.
Þessar framkvæmdir hafa aðeins komið niður á íþróttaástundun minni (ekki það að hún hafi verið svo mikil síðustu misserin þar á undan :p) en nú stendur þetta allt til bóta.
Ég lét mig þó hafa það að skokka Hamborgar-maraþonið 27.apríl, nokkurn veginn í miðjum framkvæmdatímanum. Því sem næst algerlega óæfður og útkeyrður eftir vinnu undanfarnar vikurnar. Það hafðist á tímanum 3:49 og án neikvæðra afleiðinga - fékk varla harðsperrur, enda hægt farið - er þá amk búinn að bæta einu þoninu við reynslubankann.
Ég hef síðan verið að reyna að koma mér af stað aftur í æfingarútínu undanfarnar 3 vikur, en smá eymsli verið að trufla mig (hásinar, bak/axlir o.fl.). Mér sýnist að þau stafi öll af því að líkaminn var orðinn stífur og þreyttur eftir óvenjumikla líkamlega vinnu og ekki alveg tilbúinn í að fara aftur í íþróttagírinn. Svona er þetta - það er ýmist hugurinn eða líkaminn sem streytist á móti, nema hvorutveggja sé ;)
Þannig að markmiðið þessa dagana er bara að ná að hreyfa sig nógu mikið til að það geti kallast þjálfun, en þó ekki svo mikið að meiðslin verði verri (og vonandi láta þau sig hverfa fyrr en seinna).
Nálastungur, nudd og jákvæð hugsun hjálpa svo til við að koma skrokknum í lag aftur.
Hafði það þó af að skella mér í Bláalónskeppnina, enda hefði það verið synd að sleppa henni í fyrsta sinn sem ég er ekki löglega afsakaður. Ég hef aldrei misst af henni ef ég hef verið á landinu!
Eins og í öðru þá var ég illa undirbúinn, fór eina æfingu á hjólinu 3 dögum áður, sem var fyrsta hjólreiðaæfingin síðan í nóvember. En samt gekk þetta vel, tíminn ágætur og 23.sæti náðist. Við skelltum í lið nokkrir félagarnir og það gerði keppnina ennþá skemmtilegri að vera ekki bara að hugsa um eigin árangur - nú er bara að koma liðsmönnunum í betra hjólaform fyrir næsta ár!
Fylgdist líka með 100km hlaupinu á laugardaginn, gaman að sjá kunningjana takast á við þessa raun. Allir að standa sig mjög vel og jafnvel framar vonum.
Það kitlar aðeins að prófa þetta einhvern tímann, en fyrst þarf maður víst að æfa sig pínulítið...
Best að drífa sig út í góða veðrið og hreyfa sig eitthvað!
Tenglar
Sportið
Bloggarar
Bloggvinir
Færsluflokkar
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.