15.2.2008 | 10:26
Jææææja...
Þegar ég var að vinna í Ölgerðinni í gamla daga þá þýddi "Jæja" (sagt hægt með ákveðinni áherslu á æ-ið) að nú væri kominn tími til að standa upp frá kaffi/hádegis-hléinu og fara að gera eitthvað af viti. Síðar þróaðist þetta í að menn sögðu "er ekki komið jæja".
Nú held ég að sé komið stórt "Jæææja" hjá mér.
Búinn að slá öll fyrri persónulegu met í leti og athafnaleysi (amk á íþróttasviðinu) - og löngu kominn tími til að fara að gera eitthvað af viti.
Er að komast betur inn í rútinu með nýju vinnuna, búinn að selja íbúðina (á reyndar eftir að finna aðra - ef þið vitið að stóru og flottu einbýlishúsi á góðum stað á höfuðborgarsvæðinu fyrir next-to-nothing, látið mig vita!) og alveg að verða uppiskroppa með afsakanir fyrir æfingaleysi. Get ekki einu sinni fundið nein meiðsli til að kvarta yfir.
Reyndi að kickstarta mér í gang með Powerade í gærkv - gekk alveg ágætlega. Kom sjálfum mér á óvart með léttleika og almennri vellíðan fyrstu 8km. En síðustu 2km voru kunnuglega erfiðir, en ég reyndi þó að vera harðari við sjálfan mig en oft áður og missti ekki nema 1 eða 2 fram úr í Rafstöðvarbrekkunni. Endaði á ca 45:50 - og bara sáttur með það.
Ég ætla síðan að fara í Powerade á Selfossi á morgun og geri bara ráð fyrir að ná mun betri tíma þar í flatlendinu. PIF17 lofar góðri og hálkulausri braut og góðu veðri - þannig að þetta mun steinliggja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.