6.12.2007 | 16:39
Tími breytinga
Er á stuttum tíma búinn að skipta um vinnu, skipta um stjórn í Þríþrautarfélaginu og skipta í æfingagírinn.
Nýja vinnan virkar vel á mig eftir þessa fyrstu 4 dagana...
Og nú þegar ég hef endalausan frítíma eftir að hafa sagt af mér flestum skyldustörfum fyrir ÞríR þá eru æfingar strax komnar á fullt.
Einskorðast reyndar þessa dagana við hlaup og styrktaræfingar til skiptis, fyrir utan hinn frábæra vikulega spinningtíma, en sundið fer alveg að detta inn líka.
Tvær hlaupaæfingar í gær, 2-á-dag í fyrsta sinn í 7 mánuði. Byrjaði á 7km hádegisæfingu með nýjum vinnufélögum á jöfnu og góðu (ca 5mín) tempói. Síðan var það mörthu-æfing á brautinni (reyndar án Mörthu í þetta sinn): 3x(800m-600m-400m) og 4x200m, allt á of miklum hraða! Það átti víst að miða við 5km hraðann sinn, en skv. þessu þá ætti ég að hlaupa næsta 5km hlaup á ca 15mín :p
En... mikið rosalega verður maður orðinn góður þegar úthaldið fer að jafnast á við hraðann, sem verður örugglega bara strax í næstu viku :)
Tenglar
Sportið
Bloggarar
Bloggvinir
Færsluflokkar
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.