Tími breytinga

Er á stuttum tíma búinn að skipta um vinnu, skipta um stjórn í Þríþrautarfélaginu og skipta í æfingagírinn.
Nýja vinnan virkar vel á mig eftir þessa fyrstu 4 dagana...
Og nú þegar ég hef endalausan frítíma eftir að hafa sagt af mér flestum skyldustörfum fyrir ÞríR þá eru æfingar strax komnar á fullt.
Einskorðast reyndar þessa dagana við hlaup og styrktaræfingar til skiptis, fyrir utan hinn frábæra vikulega spinningtíma, en sundið fer alveg að detta inn líka.
Tvær hlaupaæfingar í gær, 2-á-dag í fyrsta sinn í 7 mánuði.  Byrjaði á 7km hádegisæfingu með nýjum vinnufélögum á jöfnu og góðu (ca 5mín) tempói.  Síðan var það mörthu-æfing á brautinni (reyndar án Mörthu í þetta sinn):  3x(800m-600m-400m) og 4x200m, allt á of miklum hraða!  Það átti víst að miða við 5km hraðann sinn, en skv. þessu þá ætti ég að hlaupa næsta 5km hlaup á ca 15mín :p
En... mikið rosalega verður maður orðinn góður þegar úthaldið fer að jafnast á við hraðann, sem verður örugglega bara strax í næstu viku :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jens Viktor
Jens Viktor
hleypur, syndir og hjólar...

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Síður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband