27.8.2007 | 12:19
Nú er ég...
meiddur :(
Önnur öxlin gaf sig endanlega á fimmtudaginn, en þær hafa báðar verið óþægar við mig undanfarin ár.
Gat þess vegna ekki verið með í 1/2 Ironman í Mosó í gær, stóð í staðinn vaktina við undirbúning, keppnisstjórn og tímavörslu. Öfundaði félagana mikið af að fá að spreyta sig á þessari vegalengd hérna heima í þessu fína veðri.
Hljóp aftur á móti hálft maraþon í RM um daginn. Fór rólega af stað og bætti síðan aðeins í eftir ca 7km. Endaði á tæpum 1:38 og var bara sáttur með það.
Félagi Börkur skokkaði örlítið lengra en það núna um helgina og fór létt með. Hann er alveg ótrúlegur drengurinn og sérstaklega gaman að því hvað hann leynir mikið á sér og er hógvær með þetta allt saman. Allt tal um undirbúning og erfiðleika er í algjöru lágmarki, en auðvitað er hvoru tveggja til staðar í stórum skömmtum - en það er líka stór hluti af gamninu.
Fyndið að sjá hvað sumt fólk kommenterar á fréttir af svona afrekum eins og MontBlanc-hlaupi Barkar og 24klst hlaupi Gunnlaugs. Setningar eins og "hvernig nennir fólk þessu" eða "þessi hefur alltof mikinn tíma" eða þessi klassíska: "þetta er bara rugl".
Auðvitað er þetta tómt rugl! En það er líka tómt rugl að klífa fjöll eða fara til tunglsins, en það hefur samt verið gert og mun vera gert aftur.
Það eru bara tvær góðar ástæður fyrir því að spreyta sig á svona áskorunum: Af því þetta er þarna, og af því maður getur það (vonandi). Þeir sem ekki skilja það eru annaðhvort í afneitun eða búnir að missa tengsl við mannlegt eðli. Það er í eðli okkar að reyna við krefjandi hluti, hvort sem það er algjörlega nauðsynlegt eða ekki. Sumir hlaupa í kringum fjöll en aðrir reyna að skrifa ljóð. Í báðum tilfellum felst yfirleitt meiri ánægja í athöfninni en afrakstrinum.
Tenglar
Sportið
Bloggarar
Bloggvinir
Færsluflokkar
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Athugasemdir
Heyrðu, hvað var þessi kona í Mogganum að tala um að hún gæti ekki keppt í þríþraut úti undir neinu íslensku félagi? Getur hún ekki verið í ÞRÍR?
Ásta (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 17:03
Jú, hún gæti keppt undir merkjum ÞRÍR, en við erum bara ekki meðlimir að ÍSÍ (ennþá) þannig að það gagnast henni lítið. Til að fá þátttökurétt á HM verður hún að vera tengd inn í Alþj.þríþrautarsambandið í gegnum landssamband. (aðeins of stór biti fyrir okkur ennþá, en...)
Hún hafði samband við okkur í fyrra um þetta, og í sumar var hún í smá heimsókn hérna og vildi fá að æfa með okkur (en við vorum í sumarfríi :p), þannig að við erum alveg í kontakt við hana.
Jens Viktor, 4.9.2007 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.