17.8.2007 | 12:41
Sumarfríið loksins búið?
Hvort kallar maður þetta sumarfrí eða æfingaleti?
Það byrjaði amk með frábæru sumarfríi, næstum 3 vikur í afslöppun á Spáni. Síðan hefur maður verið að reyna að koma sér aftur í æfingarútínu en lítið gengið.
Gafst síðan upp á því og greip í staðinn til gamallar og góðrar aðferðar, sem ég hef áður notað við þessar aðstæður:
Sleppa bara æfingum en í staðinn keppa allt í drasl.
Þannig að síðan 1.ágúst er ég búinn að keppa í Íslandsmóti í fjallahjólreiðum, Íslandsmóti í Timetrial og Þingeyskri þríþraut :)
Framundan eru síðan hálfmaraþon í RM á morgun, hálfur Ironman í Mosfellsbæ viku síðar, og þannig áfram meira eða minna fram að Etape de Legende 23.sept í Frakklandi ;)
Á morgun hleyp ég til stuðnings Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra Barna, til heiðurs Tjörva Frey vini okkar og hetju. Ef einhverjir vilja bæta við það sem Glitnir þarf að punga út ef ég klára þetta þá er bara að fletta mér upp á marathon.is og heita á mig :)
Athugasemdir
Gangi þér rosalega vel á morgun.
Ásta (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 21:03
Stundum er maður svo eftir á. Var sem sagt ekki búin að uppgötva bloggið þitt . Þú ert kominn í bloggrúntinn minn núna!
Eva (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.