4.8.2006 | 20:50
Er þá ekki best
að halda áfram ;)
Fór í morgun og hljóp 6,5km frekar rólega, prófaði aðeins væntanlegt maraþon-pace, bæði hægari og hraðari möguleikann. Leið bara vel og fann ekkert fyrir því að hafa hlaupið 5km keppnishlaup í gærkvöldi. En mikið er hraðara pace-ið meira freistandi, verð að prófa þetta betur á morgun og á mánudaginn. Ef maður hvílir og endurnærir skrokkinn vel á næstu tveim vikum þá ætti þetta ekki að vera stórmál :)
Gleymdi að minnast á Bjarka í gær. Bjarki er minn höfuðandstæðingur í hlaupum, en hann mætir þó sjaldnast í meira en eitt hlaup á ári, og æfir ekki mikið meira en það heldur. Í gærkvöldi hélt ég að ég hefði komist niður fyrir hans besta tíma í 5km (og laug því að honum strax eftir hlaupið), en komst síðan að því að hann á enn aðeins betri tíma en ég (19:07 á Selfossi fyrir 9 árum síðan!). Málið með okkur Bjarka er það að við erum aldagamlir vinir, en þolum ekki að tapa fyrir hvor öðrum, allt í lagi að tapa fyrir flestum öðrum, en ekki Bjarka. Við höfum keppt í hinu og þessu, en einkum hlaupum og skvassi, yfirleitt vinn ég hann í skvassi en hann er mun betri hlaupari en ég. En það er þeim mun skemmtilegra að keppa við hann í hlaupum, þar sem hann gefur aldrei neitt eftir og myndi frekar drepast á marklínunni en tapa fyrir mér. Nú er hann búinn að lofa mér að mæta í 10km í Geðhlaupinu í byrjun október (og er örugglega byrjaður að æfa), það verður skemmtilegt showdown :) Bjarki var by-the-way fyrstur til að stinga upp á því við mig að hlaupa Laugaveginn, strax fyrsta árið sem það hlaup var haldið. "Bjarki - ég er búinn, hvenær ætlar þú?"
20+km í fyrramálið, svo fer maður að slaka á fyrir þonið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.