Mývatnsmaraþon

... að baki.
Það var kalt og hvasst á Mývatni á laugardaginn þannig að maður var ekkert of spenntur fyrir að fara að skokka maraþon þann daginn.  En það stóð nú heldur ekki til að gera neinar rósir að þessu sinni þannig að maður brosti bara upp í vindinn og skokkaði af stað.
Rokið var ýmist beint á móti eða á ská fyrri helminginn, síðan kom góður kafli undan vindi fram að síðustu 3km sem voru beint upp í vindinn.
Ég fór rólega af stað, reyndi að stilla mig inn á 5mín pace, fann mér fljótlega tvo hlaupafélaga á svipuðu róli og við skiptumst á að kljúfa vindinn fyrsta þriðjunginn.  Þórður Sigurvinsson hægði þá á sér og dróst aftur úr, en við Sigurður Freysson hlupum áfram saman fram á ca 24 km.  Þá vorum við farnir að bæta aðeins í hraðann undan vindinum.  Við höfðum verið á 5:10 meðalpace-i fram yfir hálft þonið.  Ég bætti síðan hægt og rólega í hraðann, sem varð til þess að Siggi dróst örlítið afturúr (en kom síðan bara rúmlega mínútu á eftir mér í mark), og náði að halda ágætistempói þangað til mótvindurinn skall á þegar 3km voru eftir.
Niðurstaðan varð 3:34:08, sem þýðir ca 5:04 meðalpace.
Markmiðið fyrir hlaupið var að komast í gegnum það á sæmilegum tíma en þó án þess að fá hina ömurlegu sinadrætti, og nota hlaupið til að æfa mig í að drekka og nærast samviskusamlega eftir fyrirfram ákveðnu plani.  Það tókst þetta ljómandi vel, ég fann mig betur og betur eftir því sem á hlaupið leið, stóð við næringarplanið upp á punkt og prikke, og var enga stund að jafna mig eftir á.  Hef ekki fundið fyrir neinum harðsperrum eða stífleika, og skokkaði léttilega 7km í hádeginu í dag.
Tíminn í hálfu var 1:48:36 (meðalpace 5:10) þannig að seinni helmingurinn var á 1:45:32.
Ég tók líka að gamni splittin á hverjum 10km og gaman að sjá að það var hægt en jafnt vaxandi hraði alla leið:
10km - 52:28
20km - 51:12
30km - 50:06
40km - 48:56
Svo er bara að ná að hlaupa "örlítið" hraðar næst án þess að lenda í krísu :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt hjá þér, til hamingju.  Ég þarf að reyna að læra einhver næringartrikk af ykkur snillingunum svo ég missi ekki dampinn næst.

Ásta (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 09:26

2 identicon

Glæsilegt Jens, til hamingju:-)

Ásgeir (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jens Viktor
Jens Viktor
hleypur, syndir og hjólar...

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Síður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband