Meira maraþon...

Jæja loksins nenni ég að skrifa aftur!
Er búinn að vera duglegri við ýmislegt en blogg undanfarið, en þó ekkert sérstaklega duglegur almennt ;)
Fór þó í BláaLónskeppnina um daginn, fyrsta alvöru hjólakeppnin hjá mér í heilt ár!  Gekk bara þokkalega, endaði í ca 14. sæti á tímanum 2:07, sem er persónuleg bæting - en leiðin reyndar orðin greiðfærari en áður.  Best var þó að fá staðfest að maður geti ennþá hjólað, eftir nær algjört hjólastopp í tæpt ár.
Síðan er ég loksins búinn að púsla mér saman sæmilegum keppnisracer eftir að sá gamli eyðilagðist um leið og vinstri höndin á mér í september í fyrra.  Þ.a.l. er orðið mun skemmtilegra að hjóla núna og ég því verið á hjólinu flesta daga undanfarið.
Um síðustu helgi skellti ég mér síðan í Leggjabrjótshringinn.  Skokkaði/rölti yfir endilanga Esjuna (23km) á rúmum 4klst, hjólaði síðan inn í Hvalfjarðarbotn (36km) á 1:20.  Ákvað þá að segja það gott og kláraði því ekki hringinn.  En þrælskemmtileg tilbreyting og hef mikinn áhuga að reyna aftur á næsta ári - þyrfti bara að æfa fjallaskokkið aðeins betur fyrst.
Á laugardaginn er síðan Mývatnsmaraþon og ég var að ljúka við að skrá mig í heilt maraþon.  Eins og góður maður sagði:  "Það tekur því ekki að fara norður fyrir minna!"
Þetta verður 4. keppnishelgin í röð (Grindavíkurþríþraut - Bláalónskeppnin - Leggjabrjótur - Mývatn) og sennilega bætist sú 5. við með ólympískri þríþraut eftir rúma viku :)

Þó það sé nú gaman að keppa þá fer nú að koma tími á meiri reglu/samfellu í æfingum aftur.  En sennilega verður þetta svona líka eftir Spánarferðina í júlí.  Þá bíða eftir manni hjólreiðakeppnir í ágúst, ReykjavíkurMaraþon og fleira skemmtilegt :)

Aðeins á alvarlegri nótunum...  Allt er þetta brambolt á manni lítilfjörlegt miðað við það sem vinur okkar hann Tjörvi Freyr gengur í gegnum þessa dagana.  Þríþraut, Maraþon, jafnvel Ironman eða hvað sem er bliknar í samanburði við baráttu 2ára drengs við krabbamein.  Ef einhver ykkar kannast við Frey og Elfu þá kíkið á síðuna þeirra og sendið þeim kveðju - http://www.barnaland.is/barn/19449

En... rúmlega hringur í kringum Mývatn framundan hjá mér - vonandi án heimsóknar í sjúkratjaldið á eftir ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra að þú sért komin á fullt kappi:-)

Asgeir Jonsson (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jens Viktor
Jens Viktor
hleypur, syndir og hjólar...

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Síður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband