4.6.2007 | 10:38
Grindavíkurþríþraut
Það var víst kominn tími á að fara að hreyfa sig eftir post-maraþon-hvíld í 2 vikur.
Fór í Grindavíkurþrautina með hangandi haus, búinn að eyða meiri tíma og orku í flest annað en að undirbúa mig fyrir keppni.
Sundið (800m) var með því rólegra sem ég hef afrekað, var tæpar 15mín með sprettinn, og fannst það bara erfitt og leiðinlegt. Greinilega ekki hægt að komast upp með það endalaust að forðast sundlaugina nema það sé keppni :p
Skiptitíminn var síðan í stíl við sundtímann - minn lélegasti á þríþrautarferlinum.
En svo fór þetta að skána þegar maður var kominn af stað á hjólinu, leið vel, tók fram úr nokkrum (sem er alltaf jafngaman) og bætti alltaf aðeins í hraðann.
Seinni skiptingin gekk ágætlega, en virðist þó ekki hafa verið mjög hröð...
Hlaupið var þolanlegt, leið ágætlega framan af en orðinn hálfþreyttur á þessu undir lokin.
2. sætið varð niðurstaðan, á eftir Torben "the beast", og get ekki kvartað mikið yfir því.
En nú er það annaðhvort að fara að æfa eins og maður aftur - eða bara hætta þessu
Kemur í ljós á næstu dögum hvort verður...
Athugasemdir
Búinn að ákveða þig? Ég mæli sterklega með fyrri kostinum :)
Agga, 6.6.2007 kl. 09:02
Nei - en sé mikið eftir að hafa ekki mætt í Heiðmörkina í gær :(
Vona að mér takist að sparka mér í gang í dag, annars fer þetta að líta illa út...
Jens Viktor, 6.6.2007 kl. 11:32
Nu er det vist på tide at du kommer igang igen ! der er ”kun” 3 uger til det Olympiske-Tri, og alt havd du mangler er at swømme lidt mere. Du er i god løb form, du kan altid cykle, så alt havd du mangler for at være klar, er at tage i poolen og swømme lidt i det dejlige solskin, og det er jo hårdt !!!!!
-The Beast ;)
The Beast (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 11:12
Já úff, 2. sætið, rosa lélegt
Ætlarðu í alvöru að svíkja mig á Mývatni? Ég treysti á að þú værir á staðnum.
Ásta (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.