Komin til Köben

Jibbíí!  Loksins kominn til Köben og nú er farið að styttast verulega í skokkið.
Ég er búinn að hvíla mig nokkuð samviskulega frá hlaupunum undanfarnar 2 vikur og búinn að fara í gegnum allt þetta hefðbundna sem hvíldartímanum fylgir (óróleiki, draugaverkir hér og þar og kvef- og magapestarparanoja á háu stigi).
En hingað er ég kominn eftir 20vikna undirbúning og til í tuskið.

Við Kristín duttum hér inn á hótel í dönsku kvöldmyrkri svöng og þreytt - en erum búin að bæta vel úr því fyrrnefnda ;)
Það eina sem hrjáir okkur þessa stundina er söknuður, en við skyldum afkvæmið eftir hjá foreldrum Kristínar.  En henni líður örugglega betur með það en okkur.
En við stefnum amk að því bæði tvö að gera hana stolta af foreldrunum - ég með sæmilegum maraþontíma og Kristín með skipulögðu áhlaupi á danska kaupmenn.

Ef vel gengur þá má vera von á afrekssögum hér, ég geri amk fastlega ráð fyrir að Kristín standi sig... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel !!!

Bibba (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 21:26

2 identicon

Hvar eru sögurnar?

Kári Steinar Karlsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jens Viktor
Jens Viktor
hleypur, syndir og hjólar...

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Síður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband