Flughlaup

Fór í Flugleiðahlaupið í gær, þóttist ætla að taka það sem skynsamlega maraþonpace æfingu... Það entist í 500m, síðan var bara látið vaða.  Man ég hugsaði eitthvað um að ég gæti þá alltaf bara slakað á niður á maraþonpace-ið ef þetta færi að verða erfitt.  Held að sú hugsun hafi gufað upp þegar ég fór að sjá aftan á Sumarliða og Trausta í Skerjafirðinum ;)  Þá kom auðvitað ekkert annað til greina en að ná þeim félögum.  Þegar ég síðan var kominn fram úr þeim á Njarðargötunni þá var bara að halda þessa síðustu 2km og sjá hver bætingin yrði.
Tíminn varð 27:24, sem þýðir ca 1:30 í bætingu frá því 2005 þegar ég fór síðast þessa 7km.

Langa æfingin síðasta laugardag gekk vel, tæpir 29km.  Rólega fyrst en síðan 2 góðar hraðari rispur ca 5km hvor.  Mér tókst reyndar að verða mér úti um væna blöðru á litlutá hægri fótar, en þar sem það eru einu meiðslin í þessum maraþonundirbúningi (og þau einu síðan ég handleggsbrotnaði í sept) þá get ég sennilega ekki kvartað mikið.  7-9-13

Rólegt í dag, en röskir 22km á dagskránni á morgun.
Síðan stutt þríþraut á sunnudaginn í Kópavogi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú setur ekki met í Köben geturðu huggað við að þú átt alla vega Íslandsmet sem latasti bloggarinn

Ásta (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jens Viktor
Jens Viktor
hleypur, syndir og hjólar...

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Síður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband