Þreyttur

Nú er ég þreyttur!
Held að miðvikudagsæfingin (24km tempóæfing) hafi klárað dálítið mikið af orkubirgðunum.  Búinn að vera stirður og þreyttur síðan.
En...  nudd og léttur hjólatúr í gær og hvíld í dag - og þá verður maður fínn á morgun :)

Síðasta langa hlaupaæfingin á morgun (þ.e. yfir 30km) síðan ætla ég að fara að slaka aðeins á og einbeita mér að því að ná þreytunni úr skrokknum.  Fækka æfingum og stytta þær eitthvað.
Held að möguleg þjálfunaráhrif með einhverjum megaæfingum 2-3 vikum fyrir keppni séu minna virði en góð hvíld.  Framfarirnar gerast í hvíldinni milli æfinga - ekki á æfingunum sjálfum!

Þannig að eftir 3 vikur í röð með 80-100km hlaup, og vaxandi álag samfleytt í 17 vikur (frá áramótum) þá verður næsta vika sennilegast bara lítil og létt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jens Viktor
Jens Viktor
hleypur, syndir og hjólar...

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Síður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband