1.4.2007 | 22:13
Hlaup og hjól
Lagði af stað heiman frá Leirubakkanum kl.8:45 í gærmorgun og skokkaði niður í Laugar. Hélt síðan skokkinu áfram með Laugaskokkurum, fyrst upp í Grafarvog, síðan upp á Grafarholt og þaðan niður Elliðaárdalinn. Skildi við hópinn við göngubrúna yfir Miklubraut og joggaði heim.
Niðurstaðan 28 ljúfir kílómetrar á tveimur og hálfum tíma.
Í morgun var síðasti spinningtími vorsins á dagskrá í WorldClass. Það var góður og kraftmikill hópur sem mætti og við tókum vel á því í rúmar 80mín.
Þessir spinningtímar hafa komið ágætlega út - þeir tryggja það amk að maður hjóli eitthvað í hverri viku. Og ég hef haft gaman af að stýra þeim. Held það sé öruggt mál að þetta verða fastir liðir í vetrarstarfi Þríþrautarfélagsins.
Skemmtilegasta æfing helgarinnar var aftur á móti eftir hádegi í dag. En þá fór dóttirin í hjólatúr um hverfið og við foreldrarnir röltum með. Hún spændi áfram upp og niður brekkur eins og ekkert væri og benti okkur á allt það markverða í umhverfinu á meðan ;)
Og það fyrsta sem hún sagði þegar við komum aftur heim var "Mig langar aftur út að hjóla"
Það er ljóst að það verða stífar hjólaæfingar um páskana :D
Tenglar
Sportið
Bloggarar
Bloggvinir
Færsluflokkar
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi en þú sætur að blogga í tilefni af afmælinu mínu
Ásta (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.