30.3.2007 | 16:47
Ég er gæðablóð (alveg satt!)
Lítil og létt lyftingaæfing í hádeginu og síðan teygjur. Þyrfti að teygja meira og oftar, en eins og einn sagði við mig í gær "Af hverju er ekki hægt að taka bara pillu við þessu?".
Hljóp 9km í hádeginu í gær, 4x10mín vaxandi. (stillti brettið á 11km/klst og hljóp þannig í 10mín, hækkaði síðan um 1km/klst, og hljóp áfram í 10mín og þannig koll af kolli upp í 40mín, síðan 5mín rólegt cooldown) Þetta var ágætis æfing, en ég var nú samt dálítið þreyttur eftir síðustu 2 æfingar á undan.
Fór síðan og gaf blóð seinni partinn. Það er eitthvað sem ég reyni að gera nokkrum sinnum á ári og hef náð um 20 blóðgjöfum á síðustu 10 árum. Ekkert nema frískandi og gott bæði fyrir líkama og sál.
Góð helgi framundan - æfingar og fjölskyldustúss í bland.
Athugasemdir
Já, það er algjört möst að gefa blóð af og til. Ég er komin upp í 15 gjafir (er að safna :) en verð að viðurkenna að ég er pínulítið nískari á blóðgjafir á sumrin en veturna þar sem ég finn að ég er ca 1 viku að ná aftur fullu þoli í hlaupunum. En þá er bara að stíla þær inn á tíma sem hentar.
Agga, 31.3.2007 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.