28.3.2007 | 23:10
Um markmiðasetningu
Markmið verða að vera raunhæf, krefjandi og mælanleg, eða svo er mér sagt. Vandamálið er þetta með raunhæf en krefjandi. Hvenær er markmiðið orðið of krefjandi til að vera raunhæft?
Ég á mér t.d. nokkuð háleitt markmið varðandi maraþonið í Köben, eiginlega draum. Kannski er það óraunhæft að bæta sig um rúmar 20mín í sínu öðru maraþoni, en ég held ekki. Þannig að þangað til annað kemur í ljós þá er það mitt markmið að fara undir 3 tímana 20.maí ;)
Hljóp 21,5km í dag í vorblíðunni í dag. 3km upphitun og síðan 11km tempó, 1km rólega og aftur 5km tempó, að lokum 1,5km rólega.
Þetta var bæði auðveldara og skemmtilegra en æfingin í gær - 4x2km á 3:45pace-i er ekki auðvelt, og sérstaklega ekki á hlaupabretti í heitum og loftlausum sal.
Á morgun er það lítið og létt, 10-12km vaxandi. Kannski maður viðri jafnvel hjólið ef veðrið verður jafngott annaðkvöld og það var í dag. Fann fyrir smá öfund þegar ég mætti nokkrum á götuhjólum á Ægisíðunni í dag.
Í góðu veðri þá eru hjólreiðar nú skemmtilegri en hlaupin :)
Athugasemdir
Ékki séns að þú náir betri tíma en ég ;)
Dúnkurinn (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.