Fullur af power(ade)

Fór í Powerade-hlaupið í gærkvöldi og náði mas loksins bætingu á þeirri leiðinlegu braut (hún er amk leiðinleg í myrkri og hálku/slyddu/roki/rigningu eins og er alltaf í þessum hlaupum) - 43:17.
Það boðar gott form á næstunni. Það sem boðar kannski minna gott er að Börkar var á undan mér, en það hlýtur að vera algjör tilviljun og hefur ekkert með það að gera að hann sé eitthvað að verða sterkari 10km hlaupari en ég!
Annars voru flestir að gera góða hluti þarna, fólk greinilega að koma vel undan vetri.
Við áttum fínan þriðjudagsfund í Þríþrautarfélaginu um daginn, fólk áhugasamt um komandi keppnistímabil og mikið af góðum hugmyndum komu fram um félagsstarfið.
Tek því rólega í dag en síðan tvær langar um helgina, hlaup á laugardaginn og hjól+spinning á sunnudaginn. => góð helgi :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með bætinguna, þú ert afskaplega duglegur  og kærar þakkir fyrir linkinn, ég lofa að reyna að lemja þig minna á næstu æfingu.

Ásta (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 13:27

2 identicon

Ertu ennþá fullur?

Börkur (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jens Viktor
Jens Viktor
hleypur, syndir og hjólar...

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Síður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband