1.3.2007 | 13:10
Á lífi á ný!
Loksins laus við þessa leiðindaflensu. Var ekki í miklu stuði til að blogga á meðan.
Fyrsta æfing í rúma viku í gær, 13km Fossvogur á rólegu og jöfnu pace-i. Lungun voru ekki æst í meiri átök en að öðru leyti var allt í fínu lagi.
Nú er bara að halda áfram þar sem frá var horfið. Þessi vika átti hvort eð er að vera róleg hvíldarvika, þannig að flensan hefur nú ekki rústað neinum plönum hjá mér. En nú fer gamanið að bresta á, stigvaxandi æfingamagn næstum stanslaust fram að maraþoni, og nokkrar skemmtilegar keppnir inn á milli.
Fyrst er það Powerade næsta fimmtudag, síðan hálft í Mars-maraþoni...
Vorin eru skemmtilegur tími!
Athugasemdir
Gott að heyra að þú ert á lífi
Kári (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 13:59
Þarf maður að uppfylla einhverjar sérstakar kröfur til að fá link á sig hjá þér???? Fer það eftir þyngd hlaupastíls, hjólahraða eða gribbuskap eða verður maður að eiga 45 í 10?
Ásta (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 16:00
Já Ásta mín, maður verður að uppfylla lágmarkskröfur. T.d. að vera einu sinni næs og almennileg við mig!!! Og auðvitað allt hitt sem þú nefndir líka...
Jens Viktor, 9.3.2007 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.