Hefðbundinn mánudagur

Ljúfur mánudagur, nokkrar bollur (aðallega fiskibollur) borðaðar, frekar léttar æfingar og unnið eitthvað smávegis þar á milli.  Þreyta og harðsperrur eftir helgina á hröðu undanhaldi.  Ekkert nema sjúklingar í kringum mig undanfarið, vona að ég sleppi sjálfur við þessa flensu.  Fátt sem mér leiðist meira en að vera veikur, það kemur bæði niður á æfingum og gerir mig geðvondann.

Nú er stefnt á að æfa vel á morgun og miðvikudag, og svo er þríþraut á fimmtudagskvöldið.  Það ættu að verða góð átök, von á sterkum keppendum bæði í karla- og kvennaflokki.

Æfingar dagsins:
10km (recovery) hádegishlaup með mánudagsklíkunni
1700m sundæfing núna í kvöld.  (1500m á 29:45 og 50m á 36s)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jens Viktor
Jens Viktor
hleypur, syndir og hjólar...

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Síður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband