Maraþon í Køben og æfingar

Jæja, þá er maður búinn að skrá sig í sína fyrstu alvöru keppni á erlendri grund - Kaupmannarhafnarmaraþon Glitnis 20.maí nk.  (mér fannst ss. öruggast að fara á kunnuglegar slóðir svona í fyrsta skiptið Wink)
Ég verð að viðurkenna að ég hlakka töluvert til.  Markmiðið er auðvitað að bæta tímann frá því síðast (3:22) og í raun að komast undir 3:10 (3:07 hljómar vel Grin).

Tilgangurinn með þessu bloggi var víst að beita því sem aðhaldstóli og því ætla ég að blogga aðeins um bæði æfingamagn og einstakar skemmtilegar æfingar.  Og kannski (ef ég man) eitthvað af þeim skrýtnu og skemmtilegu pælingum sem upp koma þegar maður er kominn upp fyrir 10km á hlaupaæfingu, eða tuttugustuogeitthvað ferðina yfir sundlaugina, eða búinn að sitja nógu lengi á hjólinu til að maður sé farinn að gleyma aumum afturenda ;)

Þ.a.l. hér fyrsta færslan um æfingamagn:
Frá áramótum er ég búinn að: synda 15km, hjóla 475km og hlaupa 327km, á samtals rétt tæplega 60klst. 
Meðalvikan hljóðar upp á 9 æfingar, rétt rúmlega 9klst, 2100m sund, 68km hjól og 47km hlaup.
Magnið (og gæðin vonandi líka) hefur verið á rólegri uppleið og síðasta vika var sú stærsta hingað til:  10,5klst (10 æfingar), 4200m sund, 75km hjól og 62km hlaup.
Magnið í janúar kom mér í raun á óvart og var meira en flesta mánuði á undanförnum árum:
43,5klst, 9,3km sund, 380km hjól og 228km hlaup.
Samt fannst mér ég ekki vera að gera neitt ofurmannlegt og leið bara helv... vel (kannski þetta breytta mataræði sé að virka Smile).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú getur gleymt því að hlaupa hraðar en ég!

Dunkurinn (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jens Viktor
Jens Viktor
hleypur, syndir og hjólar...

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Síður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband