Færsluflokkur: Dægurmál

Ársuppgjör og fögur fyrirheit

Það er góð hefð og hollt að nota tímann um áramót til að gera smá uppgjör á sjálfum sér og stilla kúrsinn af fyrir bæði nánustu og fjarlægari framtíð.

Árið 2008 var það viðburðamesta sem ég hef upplifað og verður í minnsta lagi lærdómsríkt þó það skilji ekki eingöngu eftir góðar minningar.
Stóra markmiðið fyrir 2009 verður að ná meiri ró og fókus á það sem virkilega skiptir máli: fjölskylda, vinir og góð heilsa.

Talandi um góða heilsu þá hafa undanfarnir mánuðir gefið mér góðan grunn fyrir árið 2009 því æfingar hafa gengið betur en í mjög langan tíma og líkaminn mögulega sterkari en nokkru sinni fyrr.
Síðasta ár byrjaði illa eftir ítrekuð og leiðigjörn veikindi og meiðsli haustið 2007, enda náði ég engum takti í æfingum eða keppni fyrr en eftir mitt sumar.  Eftir að hafa náð sæmilegum bata á axlarmeiðslum í vor, þá tók önnur hásinin upp á því í maí að kvarta meir en vanalega og hlaupaæfingar því skrykkjóttar mest allt sumarið.  Til að ná mér þó í eitthvert form og lappa aðeins upp á æfingagleðina um leið ákvað ég að nýta frábært veður í júlí og ágúst til að hjóla eins mikið og ég gat og hélt því reyndar áfram fram í september.  Tók líka þátt í nokkrum hjólreiðakeppnum á þessu tímabili sem er alltaf jafn gaman, þó árangurinn hafi ekki verið mikill.
Í september byrjaði ég síðan að auka hlaupin aftur, reyndi að fara varlega til að hlífa hásininni og gat aukið magnið og gæðin hægt og rólega.  Við starfsmissinn í byrjun október kom smá andlegt bakslag þannig að æfingar urðu ekki jafn markvissar um tíma (og sjaldnast skráðar í dagbók) en síðan varð fókusinn enn meiri en áður.  Auk þess sem ég fann í byrjun nóvember að formið var að komast á mjög gott skrið, sem hvetur mann alltaf áfram. 
Íþróttaárinu 2008 lauk síðan á besta hugsanlega máta með persónulegri bætingu í 10km í Gamlárshlaupinu (39:35 og 35.sæti) og þar með eitt af markmiðum 2009 þegar náð.

Árangur í öðrum keppnum er ekki þess virði að telja upp, en hér eru ca tölur yfir æfingamagnið (eitthvað vantar inn í þessar tölur þar sem ég skráði ekki allar æfingar, en þetta er þó nærri lagi):
Sund: 20km
Hjól: 1500km
Hlaup: 1600km
Stór breyting hjá mér núna í haust er síðan að ég geng að meðaltali 1klst á dag eftir að við fjölskyldan fengum okkur hund, sem ég held að hafi styrkt mig töluvert, og eins hef ég aukið styrktaræfingar töluvert núna í haust og reiknast til að ég noti ca 3klst í það í hverri viku.

Fyrir árið 2009 hef ég sett mér þau markmið að bæta hlaupatímana í öllum helstu vegalengdum, ná einu góðu maraþoni (og þar með bætingu þar) og mæta sterkur til leiks í Laugavegshlaupið.  Að auki ætla ég að koma hjóla- og sundforminu aftur á það level sem ég áður hef best verið, og helst aðeins betur en það.  Það þýðir t.d. 1500m sund á 25mín og að ég geti verið samkeppnisfær í helstu hjólreiðakeppnum.
Lykillinn að þessu er auðvitað að ná góðum takti í æfingaástundun, æfa þétt og markvisst og hugsa um leið vel um skrokkinn og halda honum meiðslafríum. 
En með skýrum markmiðum kemur fókus og þá leiðir hitt af sjálfu sér :)

Skál fyrir 2009, megi það verða skárra en 2008 Grin


Upward swing

Í dag er 231. dagur ársins og vika nr. 34 að hefjast.
Skv. Hlaupadagbókinni er ég búinn að hlaupa 646km á árinu, hjóla 1255km og synda 5,9km!
(það er mesta furða að ég sé enn syndur Blush)
Þetta segir meira en mörg orð um mína æfingaástundun undanfarið ár.
En allt er þetta á réttri leið, júlí var stærsti æfingamánuður ársins og ágúst verður enn stærri, og engin fyrirsjáanleg ástæða til að haustið eigi ekki að geta verið þokkalegt líka.
Aðalmarkmiðið er þó ekki magnið, heldur bara að halda sér við efnið og ekki detta enn einu sinni úr gír. 
Því eins og maðurinn sagði "Besta leiðin til að halda sér í formi er að fara aldrei úr því".

Keppti í hjólreiðum (Landskeppni, Ísland-Færeyjar) alla helgina, get ekki sagt að ég hafi verið góður, en náði þó að klára alla leggina og aldrei síðastur ;)


Ég hljóp!!!

Vatnsmýrarhlaupið í gærkv.  5km á 20:28, sem væri alveg nóg til að gera mig sáttan miðað við efni og aðstæður, en það sem gerir mig þó miklu meira en sáttan, og í raun alveg hoppandi kátan og montinn er að ég var á undan Bjarka greyinu :)  (í fyrsta sinn síðan sögur hófust)

En annars nenni ég ekki að skrifa enn eina færsluna um að nú sé ég loksins kominn af stað aftur með æfingar.
Ætla í staðinn að skrifa um veðrið sem er búið að vera alveg ótrúlega gott í sumar, megi gróðurhúsaáhrifin lengi lifa! :)  Nú vantar bara fleiri sumarfrísdaga og/eða styttri vinnuviku til að njóta þess betur og meira.

Alltof lítið búið að vera um útilegur og ferðalög innanlands á mínu fólki í sumar, en þeim mun meira dúllað sér heima við þegar frítími býður upp á, en eitthvað stendur þetta til bóta í ágúst, amk ein ferð vestur á Barðaströnd á stefnuskránni (sem er um leið lögleg afsökun frá Rvk-maraþoninu :p).

Hjólreiðar og sund á stefnuskránni næstu dagana, vona að veðurspáin haldist (amk að það verði þokkalega þurrt).
Svo er það stóra spurningin:  Húsavíkurþríþraut eða 3daga hjólreiðakeppni eftir viku???
Með hverju mælir fólk?


Life is good!

Mér fannst allt í einu vera kominn tími til að setja inn eina færslu.  Það er víst orðið dálítið langt síðan síðast.

En lífið er semsagt nokkuð gott :)
Við fjölskyldan færðum okkur aðeins ofar í Breiðholtinu fyrir nokkrum vikum og búum núna í Fljótaseli 27.  Þetta var nokkuð stíf törn í ca 2 mánuði, bæði að "pakka niður-flytja-pakka upp" og líka að undirbúa nýja heimilið fyrir innflutning, en þar þurfti aðeins að taka ýmislegt í gegn.
Þessar framkvæmdir hafa aðeins komið niður á íþróttaástundun minni (ekki það að hún hafi verið svo mikil síðustu misserin þar á undan :p) en nú stendur þetta allt til bóta.
Ég lét mig þó hafa það að skokka Hamborgar-maraþonið 27.apríl, nokkurn veginn í miðjum framkvæmdatímanum.  Því sem næst algerlega óæfður og útkeyrður eftir vinnu undanfarnar vikurnar.  Það hafðist á tímanum 3:49 og án neikvæðra afleiðinga - fékk varla harðsperrur, enda hægt farið - er þá amk búinn að bæta einu þoninu við reynslubankann.
Ég hef síðan verið að reyna að koma mér af stað aftur í æfingarútínu undanfarnar 3 vikur, en smá eymsli verið að trufla mig (hásinar, bak/axlir o.fl.).  Mér sýnist að þau stafi öll af því að líkaminn var orðinn stífur og þreyttur eftir óvenjumikla líkamlega vinnu og ekki alveg tilbúinn í að fara aftur í íþróttagírinn.  Svona er þetta - það er ýmist hugurinn eða líkaminn sem streytist á móti, nema hvorutveggja sé ;)
Þannig að markmiðið þessa dagana er bara að ná að hreyfa sig nógu mikið til að það geti kallast þjálfun, en þó ekki svo mikið að meiðslin verði verri (og vonandi láta þau sig hverfa fyrr en seinna).
Nálastungur, nudd og jákvæð hugsun hjálpa svo til við að koma skrokknum í lag aftur.

Hafði það þó af að skella mér í Bláalónskeppnina, enda hefði það verið synd að sleppa henni í fyrsta sinn sem ég er ekki löglega afsakaður.  Ég hef aldrei misst af henni ef ég hef verið á landinu!
Eins og í öðru þá var ég illa undirbúinn, fór eina æfingu á hjólinu 3 dögum áður, sem var fyrsta hjólreiðaæfingin síðan í nóvember.  En samt gekk þetta vel, tíminn ágætur og 23.sæti náðist.  Við skelltum í lið nokkrir félagarnir og það gerði keppnina ennþá skemmtilegri að vera ekki bara að hugsa um eigin árangur - nú er bara að koma liðsmönnunum í betra hjólaform fyrir næsta ár!

Fylgdist líka með 100km hlaupinu á laugardaginn, gaman að sjá kunningjana takast á við þessa raun.  Allir að standa sig mjög vel og jafnvel framar vonum.
Það kitlar aðeins að prófa þetta einhvern tímann, en fyrst þarf maður víst að æfa sig pínulítið...
Best að drífa sig út í góða veðrið og hreyfa sig eitthvað!


Kickstarting

Tók Powerade á Selfossi í nefið (auðvitað!).  Fyrsta sæti unnið á "mögnuðum" endaspretti á tímanum 44:44, nokkuð sáttur.  En þetta var fámennt, en góðmennt, hlaup og alveg þess virði að rúnta þarna austur.
Og það ótrúlega virðist vera að gerast - ég er að druslast á æfingar.  Spinning á sunnudaginn (ósofinn og hálfþunnur) og hlaup+sund í gærkvöldi. 
Mun síðan varla klikka á hlaupaæfingunni á eftir og síðan eru á planinu hlaup og sund á morgun.
Project race-to-form heldur síðan áfram á fimmtudagskvöldið með Inniþríþrautinni, þar sem ég verð með í fyrsta sinn síðan 2005 :)  Stefni á létta æfingu fyrripartinn á fimmtudaginn til að koma mér í gírinn.
Þannig að menn eru bara kátir með lífið so far :)


Jææææja...

Þegar ég var að vinna í Ölgerðinni í gamla daga þá þýddi "Jæja" (sagt hægt með ákveðinni áherslu á æ-ið) að nú væri kominn tími til að standa upp frá kaffi/hádegis-hléinu og fara að gera eitthvað af viti.  Síðar þróaðist þetta í að menn sögðu "er ekki komið jæja".

Nú held ég að sé komið stórt "Jæææja" hjá mér.
Búinn að slá öll fyrri persónulegu met í leti og athafnaleysi (amk á íþróttasviðinu) - og löngu kominn tími til að fara að gera eitthvað af viti.
Er að komast betur inn í rútinu með nýju vinnuna, búinn að selja íbúðina (á reyndar eftir að finna aðra - ef þið vitið að stóru og flottu einbýlishúsi á góðum stað á höfuðborgarsvæðinu fyrir next-to-nothing, látið mig vita!) og alveg að verða uppiskroppa með afsakanir fyrir æfingaleysi.  Get ekki einu sinni fundið nein meiðsli til að kvarta yfir.

Reyndi að kickstarta mér í gang með Powerade í gærkv - gekk alveg ágætlega.  Kom sjálfum mér á óvart með léttleika og almennri vellíðan fyrstu 8km.  En síðustu 2km voru kunnuglega erfiðir, en ég reyndi þó að vera harðari við sjálfan mig en oft áður og missti ekki nema 1 eða 2 fram úr í Rafstöðvarbrekkunni.  Endaði á ca 45:50 - og bara sáttur með það.
Ég ætla síðan að fara í Powerade á Selfossi á morgun og geri bara ráð fyrir að ná mun betri tíma þar í flatlendinu.  PIF17 lofar góðri og hálkulausri braut og góðu veðri - þannig að þetta mun steinliggja.


Tími breytinga

Er á stuttum tíma búinn að skipta um vinnu, skipta um stjórn í Þríþrautarfélaginu og skipta í æfingagírinn.
Nýja vinnan virkar vel á mig eftir þessa fyrstu 4 dagana...
Og nú þegar ég hef endalausan frítíma eftir að hafa sagt af mér flestum skyldustörfum fyrir ÞríR þá eru æfingar strax komnar á fullt.
Einskorðast reyndar þessa dagana við hlaup og styrktaræfingar til skiptis, fyrir utan hinn frábæra vikulega spinningtíma, en sundið fer alveg að detta inn líka.
Tvær hlaupaæfingar í gær, 2-á-dag í fyrsta sinn í 7 mánuði.  Byrjaði á 7km hádegisæfingu með nýjum vinnufélögum á jöfnu og góðu (ca 5mín) tempói.  Síðan var það mörthu-æfing á brautinni (reyndar án Mörthu í þetta sinn):  3x(800m-600m-400m) og 4x200m, allt á of miklum hraða!  Það átti víst að miða við 5km hraðann sinn, en skv. þessu þá ætti ég að hlaupa næsta 5km hlaup á ca 15mín :p
En... mikið rosalega verður maður orðinn góður þegar úthaldið fer að jafnast á við hraðann, sem verður örugglega bara strax í næstu viku :)


Ný bloggfærsla

Er ekki við hæfi að auglýsa það vel og vandlega þegar maður skrifar eitthvað nýtt - maður liggur undir ámæli fyrir skrif- og æfingaleti...

Annars er ég búinn að vera sæmilegur við æfingar undanfarið, aðallega hlaup og axlaæfingar þó.
Náði 40 hlaupakm og 800 sundmetrum og einni spinningæfingu í síðustu viku, og axlaæfingar og/eða aðrar styrktaræfingar 6 daga vikunnar.

Í gær tók ég eina bestu hlaupaæfinguna í langan tíma, 8x800m m/90sek pásum, samtals varð þetta rúmir 13km m/upphitun.
Í dag verður eitthvað rólegt + lyftingar, en á morgun verður það einhver hörkuæfing hjá Mörthu í höllinni - gaman gaman :)


Þríþrautarfélagið

Við ætlum að halda aðalfund og uppskeruhátið í Þríþrautarfélagi Reykjavíkur laugardaginn 1.des.  Héldum svona uppskeruhátið í fyrra og var mjög gaman.  Þá voru Bibba og Ásgeir útnefnd þríþrautarfólk ársins - spurning hverjum hlotnast sá heiður í ár...
Núna verður líka í fyrsta sinn haldinn formlegur aðalfundur, og þar með stjórnarkjör.
En ég hef ákveðið að hætta sem formaður félagsins og taka mér pásu frá öllum félagsstörfum næsta árið amk.  Ætla að nota tímann til að endurhlaða þau batterí og þarf líka aðeins að finna aftur ánægjuna og gleðina við íþróttastússið, hef ekki haft jafn gaman af þessu undanfarið ár eins og áður.

Annars er það ljúfsár tilfinning að sleppa höndunum af stjórn og rekstri Þríþrautarfélagsins, ekki ólíkt því þegar dóttirin fór fyrst á leikskólann ;)  Nú þarf maður að treysta öðru fólki fyrir "barninu" sínu.  En ég er töluvert stoltur yfir þessu félagi og hverju við höfum áorkað á undanförnum 3 árum (þó það sé fullt af verkefnum og draumum eftir enn).  Árið 2004 (áður en við stofnuðum félagið) var mér vitanlega haldin 1 þríþraut á höfuðborgarsvæðinu, og það var lítil sprettþraut hjá KR í september.  Frá stofnun ÞríR höfum við haldið tvíþraut 7 sinnum, 9 þríþrautir (frá sprett vegalengd og upp í 1/2 Ironman), og nokkrar hjólreiðakeppnir.  Þá höfum við átt þátt í að fjölga þátttakendum í þeim 2 þríþrautum sem reglulega eru haldnar úti á landi, Vasaþrautinni á Ísafirði og Húsavíkurþrautinni fyrir norðan.  Og svo hafa félagsmenn verið duglegir við að fara erlendis að keppa í ýmsum vegalengdum, og lítur út fyrir að hátt í 10 manns fari í heilan Ironman erlendis á næsta ári!
Ekki á ég nú heiðurinn af þessu einn, en ég er samt mjög stoltur af að hugmynd sem ég fékk eftir spjall í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni eftir KR-þrautina 2004 hafi undið svona upp á sig Smile

En nú er stefnan sett á að koma sér í einhvers konar keppnisform á nýjan leik.
Axlirnar í stanslausum æfingum hjá sjúkraþjálfara, kvefið á undanhaldi eftir sýklalyfjameðferð, og æfingar að týnast inn hægt og rólega.
Á mánudaginn var það létt skokk í hádeginu og smá lyftingar, og síðan smá busl í lauginni um kvöldið.
Í gær var það 4x800m á brettinu (úff, erfitt að fara aftur upp í alvöru púlstölur eftir langa pásu!).
Í dag verður það smá busl í lauginni í hádeginu og síðan létt skokk í kvöld.


Sumir...

mættu í Powerade í gærkv. :)
Nokkuð kátur með hlaupið m.v. reynslu og fyrri afrek.  Endaði á 44:25 (ca) - nú er bara málið að skafa aðeins framan af vömbinni og detta niður fyrir 40mín fyrir vorið.
Margir að gera flotta hluti í gær, Eva og Þórólfur o.fl., Trausti léttur á sér 5 dögum eftir NY, Kári og frú á léttu joggi.  En Dúkkulízur þorðu auðvitað ekki, enda landsþekktar skræfur... ...eins og Dunkurinn Börkur sem er flúinn land (eða amk höfuðborgarsvæðið) til að þurfa ekki að mæta mér aftur í hlaupum.

Annars nóg að gera á öllum vígstöðvum...
Er á fullu að reyna að fegra mína hluti hérna hjá Símanum svo þetta líti aðeins betur út þegar ég yfirgef pleisið.  Byrja með hreint borð á nýjum stað í des :)

Svo þarf að fara að taka einhvers konar ákvörðun um afrek á næsta ári.
Margar hugmyndir í gangi, ef allt gengur eftir þá fer ég sennilega 1-2 maraþon á mánuði frá apríl fram í nóvember + 1-2 ironman og nokkrar epískar hjólreiðakeppnir!
Allar tillögur eru vel þegnar - enn er nóg pláss í dagskránni ;)


Næsta síða »

Höfundur

Jens Viktor
Jens Viktor
hleypur, syndir og hjólar...

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Síður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband